Jafnrétti er börnum fyrir bestu

Börnin

Rannsóknir sýna að:

 

Virk þátttaka beggja foreldra í umönnun barns hefur mjög jákvæð áhrif á alhliða þroska þess.


 

Samskipti feðra og ungmenna hafa batnað jafnt og þétt eftir að feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Rannsóknir sýna að samskipti íslenskra feðra og ungmenna eru nú þau bestu í heimi. Það hefur ekki spillt samskiptum íslenskra mæðra og ungmenni, þau eru líka best í heimi.


 

Íslenskir feður upplifa fæðingarorlof sitt sem forréttindi og einstakt tækifæri til að tengjast börnum sínum nánum böndum.


 

Frá því að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs hefur sá tími sem feður, sem ekki búa með barnsmóður, verja í umönnun barna sinna aukist til muna, samkvæmt innlendum rannsóknum.  Jafnt fæðingarorlof tryggir börnum sem ekki alast upp á heimili beggja foreldra rétt til samvista við báða foreldra frá frumbernsku.


 

Börnum sem eiga vísa umönnun beggja foreldra, þó að foreldrar þeirra séu ekki í parsambandi, farnast betur en börnum sem eiga brotið eða lítið samband við foreldri sem það býr ekki með, samkvæmt fjölda erlendra rannsókna, m.a. um velferð barna í kjölfar skilnaðar.