Feður taka mun meiri þátt í umönnun barna sinna frá því að þeir öðluðust sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs, samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum rannsóknum.
Fæðingarorlofstaka feðra eykur samvinnu og samstöðu foreldra, t.d. dregur úr ágreiningi um hvernig beri að skipta heimilisverkum.
Skilnaðartíðni á Íslandi hefur minnkað eftir tilkomu sjálfstæðs réttar feðra til fæðingarorlofs
Einstæðir foreldrar búa frekar við fátækt og viðkvæmar félagslegar aðstæður en foreldrar í sambúð eða hjónabandi. Góð foreldrasamvinna dregur úr líkum á fjárhagserfiðleikum einstæðra foreldra þar sem hún tryggir báðum foreldrum betri tækifæri til stöðugrar atvinnuþátttöku og tekjuöflunar.